Eins og smellt af fingrum,
á sama augnabliki
flutt í annað land.
Ölvuð af áhrifum,
full af vonum,
reikandi
ráfandi
fálmandi
í ókunnu hverfi.
Reynir að “meika það”
talandi
framandi
tungumál.
Leitar að sjálfri sér
-vitandi-
hinn hlutinn er
- heima -