Fyrir utan hagkaup.
Hvar ertu strákur, ég hef leitað út um allt
Hvar ertu strákur, vonandi er þér ekki kalt.
Hvar ertu strákur, ég hef leitað þín svo lengi
Hvar ertu strákur, bara ef ég litla strákinn minn fengi.
Hvar ertu mamma, hvernig á ég að láta
Hvar ertu mamma, kannski fer ég bara að gráta.
Hvar ertu mamma, allt fólkið er farið að horfa
hvar ertu mamma, ég er svangur, vill fá að borða.
En svo hittast þau við kerrunar í hagkaup
Hvar varstu drengur, ég hef leitað um alla búð.
Þau hittast við kerrunar í hagkaup
Mamma þú labbar svo hratt, og skoðar svo mikið.
Hún grípur í hendina á honum og þau halda sína leið…..