Hvað ef........
ÞAÐ kvöld -endanlega
sem ég vaknaði úr
djúpi doðans og fór að
hugsa.
Hvar er ég?
Hver er ég?
Hvert fer ég?
Samviska mín sagði
hlauptu - og ég hljóp,
og losnaði úr netinu
sem ég var að flækja mig í.
Ég kærði mig ekki um
að brotna -
á hálum steini.
Ég hef hugsað um
það undanfarið
hvort ég - kannski -
hefði átt að
flækja mig í netinu.
Það er forvitnilegt -
að spá í
hvað þá hefði skeð.
Það var þegar ég
var ung - og hrædd
nú er ég ekki
hrædd.
Bara undrandi
á lífsins
margbreytileika.