Hann kemur inn færandi hendi,
mat-mjólk-brauð,
svo elda ég matinn.
Við borðum.
Um kvöldið
liggur hann í sófanum,
værðarlegur,
eins og hann eigi
heima hér.
Nýtur lífsins
og horfir á sjónvarpið,
meðan ég sit við tölvuna.
Næsta morgun er hann
horfinn.
Ekkert eftir nema
Mjólkin-brauðið og ég.

Og ég -
læt mér það nægja.