eru pör að kyssast
eru pör að elskast
eru pör að kúra
eru pör að tala
eru pör að rífast
eru pör að þegja
eru pör að skilja
er fólk að sakna…
…ef ég gæti myndi ég stoppa hverja sekúndu með þér
til að njóta hennar til fulls
til að horfa á þig lengi
til að læra á þig betur…
…stoppa hverja sekúndu með þér
til að hafa þig hjá mér…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.