grátum saman og horfum á tárin falla niður í ræsið
þar blandast þau straumnum og tárum frá öðrum
renna út í sjó og falla til botns sem kristallar
ég vildi að ég gæti kafað nógu djúpt
til að finna einn frá þér…

ég myndi kaupa mér gullhring af dýrustu gerð
skera nafn þitt og hjarta inn í innanverðan gripinn
gera holu í miðjunni og setja tárið þar
bera hann alla tíð til að gleyma því ekki
að þú varst það besta í öllu mínu lífi…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.