í gegnum rigninguna
þýtur bremsuljós
og þreytt augu sem ég sé
þar ég lít út um gluggann minn.
Ég ek niður veginn
alltaf að flýta mér
tíminn er leiðindauppfinning
kannski eins og kjarnorkubomban
ég lít upp
og flugfákur eins og farfuglarnir
flýr til betri staða.
Ég horfi niður á jörðina
dúkkuhús pleymókallar, matchboxbílar
þessi heimur virðist svo gervilegur
séð úr setustofu sjálfs guðs
og ætli þessi gangandi stúlka
búi í dúkkuhúsi?
Ég geng og hælar smella í stéttinni
vindurinn fléttar vorið í lokka mína
fugl sönglar, dirrindí, fögnum því!
Ungur maður horfir út um glugga
og sér mig
og ég hann
og við inn í hvort annað.
—–