Ég hef hugsað svo lengi
um það sem ég sagði
um það sem ég gerði
ég særði þig illilega
án þess að gera mér grein fyrir því.
Svo fór ég að hugsa um það
þú hefur líka sál
og trú
von og
kærleika.
Og samt hafði ég kjark
til að tala illa við þig
koma illa fram við þig
án vitund minnar.
Ef þú gætir bara gefið þér tíma
fyrir mig og mín vandamál
þó þau séu mörg
þó það taki tíma að segja frá
þá myndi það hjálpa rosa mikið
því mig langar að segja þér frá þessu
þú ert eina manneskjan sem ég treysti
ég hef sagt þér allt
allt sem ég hugsa
og pæli
allt sem býr innra með mér.
Nú hefur líf mitt skyndilega tekið kikk
ég er ekki lengur með þér
ég er bara ein
mig langar að tala við þig
fá þig til að fyrirgefa mér innilega
því þú ert hluti af lífi mínu
og tilveru
þú ert ástæðan fyrir mér
og saman erum við eitt
við erum óaðskiljanleg saman.
Ég elska þig meira en nokkurn annann elsku dúllan mín.
Fyrirgefðu.