Á miðnætti í Huliðsheimum er álagastund
allt verður kyrrt og hljótt
það er eins og tíminn leysist upp
og hverfi
inn í eitt eilífðar andartak
sem á dularfullan hátt virðist enda áður
en það hefst

fossinn í gjánni fellur þegjandi fram
af bjargbrúninni
og áin streymir eftir farvegi sínum hljóð
eins og andardráttur sofandi ungabarns

þyturinn í laufinu hægir á sér og skógurinn
er þögull
og þrunginn leydardómum sem leynast bak
við sérhvert tré
og halda niðr´í sér andanum
fullir ólgandi ástarþrár

og innan þessa eilífðar augnabliks
og án þess að nokkur verði þess var
er þessi töfrum slungna stund líðin hjá

og allt er sem fyrr-en samt öðruvísi
líkt og náttúran sjálf sé að dansa í skóginum
– íklædd dimmbláum draumfögrum kjól.