fyrir einu og hálfu ári síðan…
…alsettur rúbínum, smarögðum og safír
í silkimjúkri satínöskju í búðarglugga…
…leit á verðmiðann
…of mikið fyrir mig
…fór samt inn
…stal honum…
…hringurinn féll vel að breiðum baugfingri mínum
búðareigandinn hlyti að sakna hans…
…ég bar þetta gull í fjórtán yndislega mánuði
og fann hvernig aðrir störðu í öfund…
…kannski einhver steli honum?
…tók hann aldrei af mér
…passaði upp á hann
…elskaði hann…
…
…gleymdi honum eitt kvöld
þegar alkóhól tók sín völd
leitaði grátandi í angist og kvöl
tilveran missti sín lit og varð föl…
…auglýsti oft og vildi hann finna
leitinni ætlaði aldrei að linna
þar til ég sá hann á annars manns fingri
hringurinn dvaldist þar með öðru glingri…
…
…hringurinn virtist fegurri en nokkurn tíma áður
skein mun bjartar svo birtan skar í augu…
…sá hann um daginn…
…sá gimsteinanna glans
…og ég saknaði hans…
-Daníel-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.