Þögn í vitum þínum,
þokukennt stef,
fagurkennt lag sem frýs.
Raddblær hugans rignir
hugarást á þér
og listinni að lifa.
Erkióvinur hvers manns hugar
hvílir með mér,
aldrei fæ ég þig aftur.
Syngjum lágt drottins sálm
syrgjandi gullin ár,
tákn glataðra gleði
Sérhver tónn slitinn er,
er sálin fölsk
sem og veraldleg von.
Stillum okkar strengi,
svífum í hljómnum,
frelsum fortíð okkar lífs.
Mír*