Ég er að brenna,
sólin er að éta mig,
Ég gæfi sál mína fyrir vatnssopa.

Hvernig komst ég hingað?
ætli einhver viti það?

Í kringum mig standa kaktusar,
mér dettur ekki í hug að skera þá
neyta safa þeirra.

Skordýr,
sporðdreki,
sem skrítið skildi að sé á lífi.
Allt of ógeðslegt að leggja það að vörum mínum
þó það bjargi lífi mínu.

Hrægammar að narta í mig.
Geri ég einhvað?
Nei, ég skríð áfram.

Hvað sé ég þarna framundan?
Tjörn?
Pálmatré?
Ég hleyp af stað.
Ha, gufaði allt upp?

Guð gef mér vatn ef þú ert þá til.
Ef þú ert alls staðar
þá sérð þú mig,
frelsar mig,
blessar mig,
gefur mér vatn.

Hvað er þetta þarna uppi?
A…Q…U…A?
Hvað er það?
Það stefnir á mig,
skuggi í kringum mig stækkar.
Hvað er að gerast?
Hjálp!
Hjálp!
Aargh!
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey