Græt því ég get ekki annað,
gengdarlaust hugarstríð.
Elska það eitt sem er bannað,
úrlausnaagúrkutíð.

Súrt þetta sjálfskaparvíti,
satanísk bölvun það er
að geta ekki lagað það lýti
sem ljóðið í sál minni ber.

Vantar svo vald til að ráða
þeim vegi sem hjarta mitt fer,
þótt best væri að hafa ykkur báða
á boðstólnum handa mér.

Hata að hugur minn dvelji
hjá honum um leið og hjá þér
og að hjarta mitt vafalaust velji
þann veg sem til baga er mér.

Þú hefur allt en hann ekki
sem hugur minn kallar á.
En hann er víst það sem ég þekki
og það sem mitt hjarta vill fá.

Ég uppskar víst eins og ég sáði,
get alls ekki sakast við þig.
Ég hafði að spotti og háði
tvö hjörtu sem tilbáðu mig.

Ég vil ekki vaka lengur,
ég vona að ég sofni brátt
og dreymi mig um þig drengur
þá deginum tek ég með sátt.