Ok. Þetta er lýsing á því að vatnið sé til bæði lengst ofan í jörðinni, og svo líka sem rigning í skýunum (talandi um ský, þá er orðið skýin ekki með j): jörðin breytist af völdum vatns. Dropinn getur holið steininn (eða hvað sem maður segir).
En svo kemur þessi lokasening: “Skýin hörfa undir vanga sólarinnar” Þetta er mjög flott setning ein og sér, en mér finnst hún ekki alveg eiga heima í þessu ljóði. Eins og hún passi ekki inn?
Nú langar mig að fá álit einhverja sem kunna sitt fag betur en ég, og segja mér skoðun sína á þessu.