Þögul ást í þröngu rými
Frosið hjarta þakið hrími
Eitt er horfið annað brennur
Ör af boga Amors rennur.
Drengur elskar, svanni dáin,
enn til staðar ástarþráin.
Á moldu fellur sveinsins tár,
í brjósti hans er sorgarsár
Jörðin hylur hennar mynd,
sálin fauk með hlýjum vind.
Við stein með nafni hennar grætur,
rifnar burtu hjartans rætur.
Með blað í hendi'á jörðu skríður
mærin hans á himnum bíður.
Sigðin glampar á hans hníf,
vill ey öðlast lengra líf.
Einn mun aldrei gleði skarta,
frostrós grær á drengsins hjarta.
Með hníf í brjósti hnýgur sveinn,
vildi ey lengur lifa einn.
Í örmum hennar friðsins nýtur,
hjartað ekki aftur brýtur.
Fann í faðmi hennar hlýju
byrja að elska heitt að nýju.