Það er kvöld
og ég geng einn
eftir stéttinni
heima
um kvöld.

Ég er sár
og trén gráta
líka
og segja mér
að þetta verði
betra á morgun.

En það verður
ekki betra,
ég er einn,
aleinn
og verð alltaf
aleinn og einmanna
eftir að þú fórst
frá mér
í síðustu víku
sem leið svo hratt.

Ég er einn.

Hvað get ég gert
til að vera ekki sár
um kvöld?

En kvöldin
eru köld
og það er orðið
ískalt úti.

En mér er sama
um það og strýk
hálsmenið þitt
eða hálsmenið sem þú
áttir.

Ég vil ekki fara
heim til mín,
því það er ekkert
að gera þar.

Ég meina,
hvað er hægt að
gera einn?

Trén hlægja
og segja að ég
sé hálfviti.

En af hverju
er ég hálfviti?
Er það útaf því
að ég sakna manneskju?

Ég spyr trén
en þau flissa bara
eins og fífl.

Það er engin
hjálp í þeim.

Ég bið til Guðs
en heyri bara:
“Þetta er Guð
sem talar
en í augnablikinu
er ég ekki við,
svo skildu eftir skilaboð
eftir tóninn.”

Hvað átti ég að gera?
Ekki einu sinni Guð
gat hjálpað mér
úr vandanum.

Svo ég fer heim
og sker hjartað
úr mér
og set það á hilluna,
við hliðin´á bókunum,
sem er rauð.

En ekkert breytist.

Ég hætti að mæta
í vinnu,
sit bara heima
og bið til Guðs.

En hann svarar aldrei.

Ég verð sárari.
Getur engin hjálpað mér?

Síminn hringir,
ég svara ekki.

Ég tek hnífinn
og sker af mér
eyrun,
þá þar ég ekki
að heyra neitt.

En það breytist
ekki neitt.

Ég er orðinn leiður
á þessu lífi.

Til hvers að lifa
þegar allt sem ég
lifði fyrir er farið?

Ég fer til dýralæknis
og spyr hvort hann
geti ekki lóað mér
en auðvitað heyrði ég
ekki svarið frá honum,
því ég er heyrnalaus.

Það getur engin hjálpað
mér.

Ég tek hníf
og sker af mér
aðra hendina.

En ekkert breytist
í lífi mínu.

Það er sama
hvað ég geri,
ég fer ekki
til þín.

Til hvers þarf ég
hjarta
þegar ég hef enga
til að elska?

Hvað hef ég með
eyru að gera
ef ég hef enga
til að hlusta á?

Til hvers að lifa
lífi sem er ekkert
spennandi lengur?

Ég vil bara fara
til þín,
lifa í paradís.

En ég get það ekki.

Þú kemur aldrei
aftur til mín.

Ég sakna þín.

Ég tek inn lyf
til að sofna
að eilífu.

En ég vakna aftur.

Það gengur ekkert
hjá mér.

Ég stíng úr mér
augun.

Og þá breytist allt.

Ég sé ekkert.

Loksins er ég
orðinn hamingjusamur
á ný
og það án þín.