Þetta eru ljóð sem að voru samin snöggvast í tíma. Þetta er ekki eitt ljóð, heldur þrjú ljóð sem að tengjast ekkert frekar en að þau fjalla um framtíðina og heita öll framtíðin. Mér finnst persónulega 2. ljóðið slakast en ákvað að hafa það samt sem áður með. (p.s. ég vona að þetta verði ekki eins og hitt ljóðið sem ég sendi inn, strax eftir að það er komið, hvarf það af forsíðunni á ljóðum. ;D )
———————————————
Merki ng orðanna
týnist sífellt.
Svartur snær
grefur líkin.
Svarthol gleypa hjörtu okkar,
og tilgangur lífsins
er jafna.
———————————————
Það sem var fagurt
er nú ljótt.
Það sem var gáfað
er nú sljótt.
Vísindin Guð afsanna
og færa völdin
til sjúkra manna.
———————————————
Lífið er falt fyrir rétt verð
allt er til sölu.
Ástin er geymd á bankareikningum,
ávaxtar sig
og bíður eftir úttekt.
Heimurinn er horfinn
og draugar hatursins ráfa um
í leit að sál.
———————————————