Ég horfi á hana berjast við tárin,
hún er of stolt til að sýna það að hún muni sakna mín,
hún þykist vera orðin stór.
Allavega nógu stór til að gráta ekki,
fyrr en útidyrahurðin skilur okkur að.
Er ég geng í burtu,
lít ég í augun sem eru svo undurlík mínum eigin.
Hún kreistir fram bros sem á að gefa til kynna
að allt muni vera í góðu lagi.
Ég kvíð þessarar stundar,
því við verðum alltaf að kveðjast,
og innst inni veit ég að það brýtur hana smám saman niður
að horfa á öryggisnetið fljúga af landi brott.
Hún er hrædd við að það fari fyrir henni eins og fuglunum sem fljúga á rúðurnar í sveitinni.
Þeir deyja einir.
Ég held henni fast að mér,
og kyssi hana á ennið,einsog þegar hún var lítil,
hvístla svo að henni einhverju fyndnu
til að reyna að lina sársaukann um stundarsakir,
eða eiginlega bara til þess að ég haldi sjálfur andlitinu er ég loka dyrunum,
því ég hef ekki það val að gráta,
ég er orðin stór.