Ég veit eina rós, sem er rósin mín
Svo rjóð og heit hún er
Hún breiðir út blöðinn er sólin skín
Svo björt hún brosir við mér
Hún vex, ein og sér við hlýju og yl
Við brjóst mitt grær og dafnar
Hún er sannfæring mín um að ég er til
Öðru en ást hún hafnar
Ég el hana aðeins á ást og trú
Umhyggju, von og þrá
Allt sem ég er og vil, ert þú
Aðeins þig vil ég fá
Ég vil hlúa og vernda þig, veistu það
Vökva þig rægta og næra
Geyma þig vísa á vissum stað
Veistu það ástin mín tæra
Það fær aldrei nokkur að fella þín blöð
Né færa þig frá mínu hjarta
Ávallt þú skalt vera ánægð og glöð
Ástin mín hreina og bjarta
Og aldrei þú fölnar, né ferð frá mér
Fyrr skal ég dauð liggja
Að eilífu skaltu una mér hjá
Ég líf þitt skal vernda og tryggja
Mínar hugsanir geta ei, gert öllu skil
Nú greint frá þránum mínum
En ég vona að þú vitir hvað ég vil
Vera í örmum þínum
nokk nokk who´s there