Sæl öllsömul,
Ég er þessa dagana í mikilli sjálfsskoðun, og hluti af því ferli er að skoða hver ég var. Við þá skoðun fann ég nokkur gömul ljóð sem ég skrifaði á aldrinum 13-14 ára og langar til að senda hérna inn svona hálfpartin til að losna við þau frá mér. Á þessum tíma var ég mjög þunglynd og eyddi miklum tíma í að skrifa hugrenningar mínar niður í ljóðaformi. Þessi skrif voru misþroskuð, en ég ákvað að breyta þeim ekkert heldur senda þau bara hrá hérna inn.
Ultima Thulie
Sársaukinn nístir og konan í fjólubláa herberginu gerist grá.
Raytt umhverfið treður sér inn í bleikan veruleikann.
Grimdarleg viska.
Sannleikur.
Dauði.
Fullkomið dæmi um heimsku segir sjálfumglaða pían, en veika kona svarar ekki.
Hvílík fegurð fylgir dauðanum.
Hvítur raunveruleikinn hæðist að svartnætti dauðans.
Draumarnir svara bænunum tímabundið en miskunin þverrar með dagsbirtunni.