Mér sýnist nú höfundur ljóðsins ekki vera nema 15 ára, þannig að ég veit ekki hversu vel eða hvort að hún eigi eftir að skilja mikið af því sem hér fer eftir. En ekkert mál, rýni sem á að gagnast höfundi.
Það að nota grátur, tár, hjarta sem blæður osfrv. heitir að nota klisjur. Það er ekkert út á slíkt að setja ef að þær eru notaðar á frumlegan og skemmtilegan hátt. Er það gert hér? Er frumlegt að segja: Ef ég gæti grátið, þá myndi ég gráta með þér? Okay, látum það vera að ljóðið er ekki frumlegt og notist við klisjur.
Notkun stuðla og ljóðstafa er þó frumleg og ágætlega gerð, fyrir utan þá staðreynd að sama orðið er látið vera stuðull og höfuðstafur, þetta finnst mér ekki góður kveðskapur. Mér finnst það líka ekki fallegt þegar maður notar samhljóða+sérhljóða og notar sömu samsetninguna í ljóðstöfum og stuðlum (næ- í þessu tilfelli). En þetta er bara mín skoðun og það er ekki til nein regla um þetta.
Fyrstu tvær ljóðlínurnar eru endurteknar og látnar ná í hring, utan um ljóðið. Í svona stuttu ljóði set ég spurningamerki þar við, því mér finnst þessi klifun sýna alltof mikla tilfinningasemi og virkar á mig sem væmni.
heilu næturnar af nökkva,
myndi ég nærast af tárum þínum,
Hvað þýða þessar línur? Heilu næturnar af bát (nökkvi er gamalt orð yfir bát, einnig er til sögnin að nökkva, sem þýðir að gera nakinn), myndi ég nærast af tárum þínum. Ljóðmælandi finnur til með þeim sem grætur, en nærist af tárunum. Hvers lags næring er það? Nærist hún af harmi/söknuði hins aðilans? Er þá ljóðið virkilega um það hversu illgjarn ljóðmælandi er?
Það er ekki nóg að kasta einhverju fram, það þarf að liggja eitthvað að baki. Þetta er ekkert eina ljóðið, þar sem ég segi Jesús við sjálfan mig. Og það er ekkert gert í hroka eða mikilmennskubrjálæði, heldur af því að ég ber hag ljóðsins fyrir brjósti. Mér er ekki sama.
Ljóð þurfa að bera eitthvað með sér, einhverja hugsun sem yfirflyst til lesandans. Í þessu dæmi, og látum alveg vera að ljóðið sé ekki frumlegt því það kemur eftir því sem maður les meira af ljóðum og veltir þeim fyrir sér, þá er eins og höfundur geri sér ekki grein fyrir merkingu orðanna. Og ef að merkingin er á reiki fyrir höfundi, hvernig eigum við að skilja það? Eða hvað þýðir nökkvi hjá þér, KYY? Hvernig skildir þú orðið áður en þú last þetta svar? Þér finnst þetta ágætis ljóð, þú ert kannski til í að svara í hverju þér finnst það svona ágætt og hvernig þú skilur það.
Til þín GullaJ, segi ég. Þú ert ung, hafði engar áhyggjur af því þó að fyrstu ljóðin séu ekkert sérstök. Því þetta kemur með æfingu og lestri. Ef að ég myndi sýna mín fyrstu ljóð, þá hefðuð þið virkilega eitthvað til að hlæja að. Bara muna að gefa sér tíma til að athuga hvað orðin merkja, ef maður er ekki viss.