lítinn bæ við hraunum skorna strönd.
Löngum hefur lífsins ljúfust þrá,
laumast að mér, jafnvel aftanfrá,
að leggja upp í ferð um ókunn lönd.
Veit ég vel, þar vinur bíður einn,
von og trú hann gefið hefur mér.
Trúði vart að væri slíkur neinn,
vingjarnlegur, sætur, hjartahreinn,
viðbúinn að gefa mér af sér.
Svo þegar vorið þrótt sinn aftur fær
þá breiðum vængjum þöndum sný til þín.
Það vita mátt að einn þú ert mér kær,
þrá mín heit til þín um eilífð nær,
með þökk og kveðju elsku ástin mín.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.