Ég fór á mótmælafundinn á Lækjartorgi í gær. Þar kom andinn yfir mig og á leiðinni heim kviknaði hugmyndin að þessu ljóði. Ég veit að það hafa verið send inn mörg ljóð um stríðið á þessa síðu en ég vildi bara taka það fram að hugmynd mín kom ekki þaðan heldur af þessum fundi. Ég veit að stuðlun er ábótavant og hrynjandi mætti vera betri en ég held að þetta gæti verið ágætt til söngs, allavegana vildi ég hafa þetta svona hrátt
—–

Ekki í okkar nafni!

Þegar Bush var eitt sinn úti að labba
og hafði ekkert fyrir stafni
hann ákvað að klára verkið hans pabba
en það er ekki í okkar nafni!

Þótt Bush og Blair nú hlæi dátt
og djöflabrugg þeirra áfram dafni
þá viljum við að það heyrist hátt
Ekki í okkar nafni!

Þótt hermenn fari nú stað frá stað
í Írak og þá við jörðu jafni
áfram við hrópum og segjum að það
er ekki í okkar nafni!

Þótt blóðbræðurnir stríði nú
og öllu siðferði hafni
upp verða að rísa ég og þú
segjum: Ekki í okkar nafni!

Þótt Írak nú blæði úr djúpum sárum
og Bagdad í bomburegni kafni
vil ég hrópa að Bush og hans árum
Ekki í okkar nafni!

Um Bush má nota sömu orð
og lýsa svörtum hrafni
hrægammur, þjófur og sakleysingjamorð
Ekki í okkar nafni!

í sundursprengdri og tættri jörðu
liggur hermaðurinn grafni
heyrði mótmælaköllin okkar hörðu
Ekki í okkar nafni!

Hugsjónir Bush eru byggðar á sandi
og enda á einhverju hryllingssafni
við viljum að undir skýrt þar standi:
EKKI Í OKKAR NAFNI!!