horfa undrandi á mig
í gegnum spegilslétt sjónvarpsglerið
fann ég:
Að allar þær hugsjónir
sem ég hafði alið
í hjarta mér
dugðu tæpast fyrir tárum.
Og þá:
Fann ég fyrstu blöðin falla,
frosin, af ímynduðum greinum.
Og álftir syngja
í örvæntingu,
svo grátur þinn fengi að hljóðna.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.