Litlasystir mín fæddist í gær, og eftir að hafa horft á fæðinguna vallt þetta ljóð út úr mér næstum í einni runu, en þó lagaði ég það aðeins um kvöldið:



Sjá þig svona
Sjá mig svona
Starandi af undrun báðar


Hvað gat ég sagt
með þig í fanginu
grátinn í hálsinum
og óvissu í huga?


Sjá þig koma í heiminn
og ég hataði þá
sem hlakkaði til

Þú;
alsaklaus og gast ekkert sagt

Mikið vildi ég
að þú gætir skammað mig