Þakka þér,
Það hafði komið til greina að hafa ei í stað ekki, en það er að mínu mati óþjálara í þessu tilfelli - mér finnst betri ryþmi í “Mátum ekki herinn meiri” - ‘öldugangurinn’ verður reglulegri. Það skiptir afskaplega miklu máli að hlusta á ljóðið þegar maður les það. Ekki bara lesa textann, heldur að þylja hann nánast upp með sömu tilfinningu og það er upprunalega ort.
Fyrstu tvær tvennurnar eru í hálfgerðum loftskeytastíl - beinskeyttar, hraðar og óflúraðar.
Síðustu tvær eru mun hægari og mýkri - líkt og vangavelta í lok bréfs.
Þótt ég hafi ekki haft það í huga þegar ég samdi þetta, þá minnir það mig, eftir á að hyggja, á “Glory of Women” eftir Sigfried Sassoon, eitt ‘stríðsskáldanna’ svokölluðu (ásamt Owen, Brooke o.fl), hvað innihald snertir, og þessa breytingu í endanum.
Hér er það í heild sinni:
You love us when we’re heroes, home on leave,
Or wounded in a mentionable place.
You worship decorations; you believe
That chivalry redeems the war’s disgrace.
You make us shells. You listen with delight,
By tales of dirt and danger fondly thrilled.
You crown our distant ardours while we fight,
And mourn our laurelled memories when we’re killed.
You can’t believe that British troops “retire”
When hell’s last horror breaks them, and they run,
Trampling the terrible corpses - blind with blood.
O german mother dreaming by the fire,
While you are knitting socks to send your son
His face is trodden deeper in the mud.
Bestu kveðjur,
Laurent