Einsog kántríið í nótt getur verið glam í dag


ég skil þig eftir á sloppnum, þunna og
þreytta, lítandi út einsog fertuga
en fallega

sporin glymja
og hvítir veggirnir minna á þig

og loks er fjarlægðin er dempuð
niður teppið, niður stigann;
býð flugeldaprikum byrginn

það leikur vafi yfir íshellunum:
hittumst við aftur?

það kemur það engum við
en þú ert hérna enn á fingrum mínum
“In Russia, notalgia is regarded as an illness. Or at least it used to be. In the good old days.”