drukkinn maður dansar
við dána konu
og ég er ekki með fætur.
ég hryn í gólfið, magnvana
meðvitund mína missi
og himininn grætur,
ég er er blautur, bæði
að utan og innan.
steypan er hörð,
spegilslétt strætið
undir mér steypist niður
í kolsvart tóm,
og ég týnist í blæti
leðurklæddra lassaróna
sem toga mig og teygja.
það eru mávar í munni mér,
menn standa yfir mér,
ég þarf að gubba.
hendur taka á mér,
toga mig og teygja,
heimurinn hendist til og frá,
fötin mín eru subbuleg
og gatan er köld.
hugur minn er heimskur
og hjarta mitt er tómt
og ég man ekkert hvað gerðist í kvöld.
munnur minn er hrár
blóðugur
og sár
og í buxum mínum er villidýr,
brjálaður björn
úlfur
örn
sem hefur setið bak við rimla
allt of lengi.
en lykillinn er týndur.
ég ligg kyrr, en hreyfist,
ég heyri rámar raddir,
hendur höndla mig,
ég er nakinn, blautur,
ég þarf að gubba.
svo myrkur.
(ég er myrkur maður)
og svo er ég dáinn.
————
Þetta er mín tilraun til að skapa Action Poetry, áhrif frá Beat kynslóð 6.
áratugarins. Skrifaði þetta í einum rykk án þess að stoppa. Hvernig finnst
ykkur?
We're chained to the world and we all gotta pull!