Sko…flest ljóð kalla á myndmál…í nútímaljóðum er ‘inn’ að forðast það að segja hlutinn, frekar að sýna hann. það hefur dýpri merkingu að nota tákn og erkitýpur heldur en að segja beint út, eins og þú gerir í þessu ljóði…ég er ekki að setja út á boðskapinn sem slíkan, þvi hann á rétt á sér. En það er formið og útfærslan sem þarfnast úrvinnslu…
hefð verið hægt að setja þetta upp þannig að ‘ég og þú-ið’ væru stjörnur sem tifuðu á nóttu, en falla síðan til jarðar þegar dagur nálgast….dagsljós er viss endir fyrir stjörnurnar, sem og það að falla til jarðar. en kannski eiga stjörnurnar möguleika á nýju lífi á jörðinni…þetta er bara svona hugmynd sem mér dettur í hug, um það hvernig er hægt að vinna þennan boðskap upp í ljóð með myndmáli (þó svo að hugmyndin sé ekkert sérstök sem slík!)…
Þegar maður semur ljóð þarf að nálgast það sem er venjulegt á mjög óvenjulegan hátt, og öfugt…það sem óvenjulegt á venjulegan hátt. Þú ert með ljóð um býsna hversdagslegan hlut (þe. dauði) og um hann hafa verið samin milljón ljóð. Fyrir vikið þarftu að nálgast þetta á mjög óvenjulega hátt…en ég læt þér um að finna slíka lausn.