Morrinn

Einmana geng ég á ísnum um nætur,
einmana, svangur og kaldur.
Hjartað er frosið og sálin með,
einmana, svangur og kaldur.
Svo hef ég gengið allt mitt líf,
einmana, svangur og kaldur.

Komi ég nærri yl eða varma,
einmana, svangur og kaldur,
slokknar hann strax og óðar ég er,
einmana, svangur og kaldur.
Ekkert megnar minn kulda að ylja,
einmana, svangur og kaldur.

Svo mun ég vera allt mitt líf,
einmana, svangur og kaldur,
og mýnnast mun ég alla tíð,
einmana, svangur og kaldur,
Hvernig hjartað fraus
eina vetrar nótt
er ástin yfirgaf líf mitt.

Samið í mesta þunglyndi sem ég hef lennt í eftir að fallegasta og skemmtilegasta manneskja í heimi sagðist engan áhuga hafa á mér:(