Kæru Hugarar…
Í kvöld var mér mjög niðri fyrir og hugsaði með mér, hver tilgangurinn væri með öllu þessu… lífinu. Hvort þetta væri þess virði að lifa fyrir og hver ég væri í raun og veru. Þá benti vinkona mín mér á þetta ljóð og eftir að ég las það, verð ég að viðurkenna að mér leið betur. ÉG vildi bara sýna ykkur þetta æðislega ljóð sem mér finnst að skýri margt.
Þú verður það sem þú vilt vera!
Á þeirri stundu sem þú telur þér trú um
að allt sé tapað, er engu að tapa framar.
Áhyggjulaus geturu horft á skýjin,
séð blóm vaxa þér til dýrðar
við erum sem næturgestir í ókunnu landi
þráum að finna veginn heim aftur
en vegurinn liggur til allra átta
hugmyndir þínar hafa gert þig það sem þú ert.
þú hefur skapað sjalfan þig í þinni eigin mynd
og verður að lokum það sem þú villt vera!
kv. Past