Mig langar til að minnast aðeins á þetta ástand í heiminum í dag. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stríð er nánast óumflýjanlegt á næstu vikum, jafnvel dögum. Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um að Saddam er geðsjúklingur sem best væri að koma frá völdum, en það eru fleiri Saddamar í heiminum. Saddamar sem ráða ekki yfir olíulindum. Ég er alfarið á móti stríði og afleiðingum þess á saklaust fólk. Ég veit að mitt álit getur litlu sem engu breytt um framvindu mála á næstu dögum en mér finnst samt rétt að nýta mér það tækifæri sem ég hef hér til að segja mitt álit og mér finnst að allir ættu að gera það sama. Hver sem skoðun manns er. Maður getur þá amk átt það við sjálfan sig seinna meir og staðið eða fallið með því sem maður trúði á.
Mér finnst þægilegast að tjá mig í vísum og því geri ég það.
Bráðum sóknar blásið til
Engin leið til sáttar
Bandarískur fellibyl
Brytjar minnimáttar
Ætli það sé Saddams bull
Varla lýgur Moggi
Eða er það Svarta gull
Sækir í það Goggi
Brátt mun Kaninn kjósa enn
Fjögur ár við bæta
Georg hefur stuðningsmenn
Og hagsmuna að gæta
Ætli ESSO styrki hann
Eða Smith&Wesson
Herinn berjast þurfa kann
Teach them all a lesson!!!
Fjöldamargar skýringar
Margir þykjast fróðir
Engar skil ég þýðingar
Hverjir eru “góðir”
Nýja Jórvík stendur sterk
Tjónið var þó mikið
Þjáist nú af hefndarverk
Dust´af sprengjum rykið
Hverjir fá að gjalda þess
Lend´í sprengjusturtu
Osama er eiturhress
Óralangt í burtu
Saklaus börnin deyja fyrst
Hver á þau að verja
Veik og fátæk, svöng og þyrst
Mitt á milli herja
Finnst þér þetta glórulaust
Ekkert af því vinnst
Ef enginn heyrir þína raust
Segðu hvað þér finnst