Bubbi

Langt er um liðið
leggst ég út af þreyttur
loðnan brást í ár,
skyldi bankastýran vilja sofa hjá
mér upp í víxilinn

Ef ekki,

yfirgef ég þorpið
flyt á mölina,
á ei völina.
Vitstola og vonlauss vafra ég um vogana
kjallaraholan,
dimmur rakinn í sagganum,
brotinn skjárinn
uppítroðinn af Mogganum.
Íhaldið sér um að vernda aumingjana
fyrir góðærinu útifyrir

(Ort í mars 1998)
Loftur Kristjánsson Smári
Alþýðuskáld