ég man ekki alveg hvort að ég hafi verið búin að senda þetta ljóð inn svo ég skrifa það núna kannski aftur.
Hvað er ást?
Ég hélt að ég kæmist aldrei að því.
En svo komst þú,
þú steigst inn í líf mitt
og inn í hjarta mitt.
Hafði aldrei grátið,
aldrei grátið út af karlmanni.
En svo kommst þú inn í líf mitt.
Þú gast komið mér til að gráta.
Út af ekki neinu.
Þú hefur sært mig,
án þess að vita það.
Þú steigst inn í líf mitt,
inn í hjarta mitt.
Þú særðir mig svo mikið.
Mig verkjar í hjartað.
En nú loksins veit ég,
ég veit hvað ástin er.
Þökk sé þér,
þá loksins veit ég.
Ég veit hvað ástin er.
spotta/2000