og fannhvítu fjöllin háu
sátu þau saman og sáu
glitrandi marglituð ský.
Við lækjarniðinn leikandi, undu
þar ljúfustu ástina loksins fundu
á himneskri örlagastundu
kyssti þau golan hlý.
Og aldrei sá sólin aðra eins þrá
Og engin í eigu sér áttu þá
tjörnin djúpa og fjöllin blá
orð til að lýsa því.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.