Svarti köggullinn
Einhvers staðar,
langt inni í mér
er lítill, svartur köggull.
Hann er fullur af vondum tilfinnigum
og minningum.
Stundum stækkar hann
og ég verð leið.
Mig langar til að kremja hann
svo hann splúndrist,
allt það vonda hverfi
og hjarta mitt fyllist af sólskini.
(Þetta er dæmi um eitthvað sem ég held að allir hafi inni í sér, kannski án þess að vita af því, en ef maður hefur lent í slæmri reynslu veit maður meira um það. Þetta ljóð er kannski ekki alltaf mjög ljóðrænt, en er “ljóð” ekki mjög víðrænt form?)