Þarna er á ferðinni ljóð eftir ungan höfund á Huga sem ég særði með ógætilegum skrifum mínum.
Í þetta sinn skal ég sleppa öllu gríni og gera þetta í alvöru.
>Orðið tréin er ekki til. Höfundur hefur ætlað að skrifa trén.
>Þar sem höfundur notar einhver greinarmerki í ljóðinu ætti hann að nota stóran staf í upphafi ljóðsins.
>É á að vera Ég, geri ég ráð fyrir. Það vantar punkt aftast í þessa línu.
>Hljóðin í tránnum á að vera í trjánum
>Stór stafur í ég í næstu línu
Efnislega ætla ég alls ekki að gagnrýna þetta ljóð, það verða aðrir en ég að reyna þar sem ég kæri mig síður en svo um frekari persónulegar svívirðingar frá höfundi.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.