Stuðlar með höfuðstafi
og skemmtilega bragarháttsangan.
Ljóðin með orðunum skrýtnu, afi
segðu mér eitt ljóð enn.

Við snarkið í eldinum sofnar ungur drengur
í nokkrar klukkustundir…
en í sófanum eldri þar afi hans ei lengur
býr á þessarri vesælu jörð.

Raddböndin linast
og ekkert gerist.

Drengurinn sofnar

(eitt ljóð enn…)

en vaknar á ný
“Afi?”

(ei lengur…)

og sofnar

og vaknar

og sofnar

hvenær endar þetta?
hringiða mallar
heilinn lallar
hvað sem það þýðir

(Afi…)




Skondið, ha? Jájá, byrjaði með stuðlum og svoleiðis en breyttist
fljótt í núímaljóð.

Hver vill ekki tilbreytingu?