Ég er hnefi hermannsins
reiði hans og vilji

og þú;
þú ert öruggt skotvopn andstæðings





Eins og dýrið
hennar Fríðu
kemur þú
og ég er Fríða.
Þarf ég
að líta aftur
á þig
til að skilja
að þú
ert líka vera?
Að þú ert
kanski
lítil sál?
Eða þarf ég
að líta aftur
á sjálfa mig,
skilja að ég
er ekkert frábrugðin
þér?