Já, ég samdi þetta ljóð ehh, fyrir soldið löngu síðan þegar amma mín átti afmæli :$
Amma ég man þegar ég var lítil,
ég var ein og ég var trítill,
ég hugsaði til þín,
og þú hugsaðir til mín.
Og ég er aldrei ein,
og alveg inn að bein,
ég elska þig og dá,
og ekki bara smá.
Þú klæddir migí kjól,
og varst með mér um jól,
ég flutti langt í burt,
en amma þú varst um kjurt.
Ég sendi ótal bréf,
og stundum fékk ég kvef,
þú fórst aldrei frá mér,
en amma ég fór frá þér.
Ég flutti aftur heim,
en ekki út í geim,
og amma þú varst þar,
og ég fékk frá þér svar.
Ég flutti heim til þín,
því þú varst nú amma mín,
þú kenndir mér svo margt,
en ekki var allt sagt.
Nú er ég orðin stór,
og klæði mig sjálf í kjól,
en amma þú ert hér,
og ferð ekki frá mér,
Mér þykir vænt um þig,
og líka þér um mig,
þú ert nú alltaf hér,
amma ekki fara frá mér.
Ég hef fegurð pg ást frá mér,
en líka frá afa og þér,
þú ferð til kanarí,
það er þitt vetrarfrí.
Og ég bíð svo eftir þér,
eins og þú beiðst eftir mér,
og afa líka um þig,
þú varst svo góður við mig.
Afi þú kenndir mér ljóð,
um land mitt og þjóð,
Hér er það:
siggi siggi siggi, lási og lína…..
Jámm, þetta var það, ég vil taka fram að ég var svona 12 ára þegar ég samdi þetta, en er samt mjög stollt af þessu :)