Fjölskyldan er frekar stór
fagmannlega samsett.
Stúfur einn og strákur mjór
og stelpukornin nett.
Hjónin börnum hampa fimm
og hömstrum fjórum líka.
Kíma oft um kvöldin dimm
er kös af fiskum líka.
Í munna sína matinn vilja
maula allt er tönn á festir.
Köll og hróp í krökkum bylja
á kærleikanum finnast brestir.
Það liggur við er líf og fjör
líður hópinn yfir.
Að leikur ráði þá lífsins fjör
og látlaust óþekkt lifir.
En fjölskyldan er festa sú
er flestir þrá að njóta.
Á takmarkalausa höfum trú
töframátt gleði hljóta.