–
Eins og Afródíta,
eilífa Gyðja
Ekki fyrsta
ekki annað
… já … þriðja
Hugfangin af ljósri lend
læðist eftir lakinu
af Guðum send
Sem rándýr í leit að æti
leggstu ljúfur
Þrái læti
Finn það heitara en heljarinnar bál
Heitt þó hart sem hamrað stál
Sem þorrans byljir þenji gyllta lokka
þeim kastar til kisan þó með kræfum þokka
Fágætan unað Gyðjan færir
frávita drenginn fýsnin ærir
Viltu það vinur
mínar villtu hvatir svangar
Vertu viss um að
mig virkilega langar
Þér örlög vil spinna
viltu til þeirra vinna
Hungrið himneskt hefur heltekið mig
Hel og himinn fengu samkeppni
og nú á ég þig
I love Stan, Stan loves ham… ham I am!