Ég stend í djúpum dal,
grasið er grænt, seytlar í læk.


Fjöll allt í kringum,
ekkert hljóð
nema vatnið sem slæst í stein.


Jörðin titrar og litlir steinar renna af stað.


Ég sest á grænt grasið,
sé sporfugl og ref,
hlusta á ljúft seytlið.


Dynur kemur frá fjöllum og grjót velta.


Spörfuglinn til mín flýgur,
syngur mér lítið ljóð,
þreyttur refurinn hjá mér sefur.


Jörðin rofnar og eldtungur teygja sig til himins.


Ég lygni aftur augunum,
anda djúpt, brosi ljúft,
og svíf enn á ný heim,
heim til föðurins.