til að lýsa minni ástarþrá…
ég gæti skrifað um stjörnur í augunum
neistana í taugunum
um brosið þitt æpandi fagurt…
er ég sit hér við borðið
og reyni að finna orðið
er málfar mitt alltof magurt…
ekkert vit er að finna í mér
þegar ég lýsi ást minni á þér…
enga setningu mun ég sýna
sem fangað gæti fegurð þína…
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.