frá útkjálkasveitum sem enginn kannast við
voldugar fölbleikar skrifstofublókir spóka sig
á evuklæðunum minna á holtakjúklinga í Bónus
gráhærðir wesserbesserar sjóða sig í pottinum
kaupa sér vinsældir með kræsilegustu kjaftasögunum
tímunum saman uns þeir eru gegnumsoðnir
þá má nota þá í súpu með léttu meðlæti
útgengnar barnavélar reyna að koma sér í form
með nýjustu Speedo gleraugun hugsa sér gott til glóðarinnar
sundhettulið á inniskóm lætur eins og heima hjá sér
góna á mann eins og móðgaðar álftir á lítilli tjörn
í sturtunni sjampóa sumir gamlir karlar sig
svo kröftuglega ófeimið í klofinu að maður hlær upphátt
þá horfa allir alvarlega á mann og álíta mann skrýtinn
“True words are never spoken”