leitandi augum hef ég starað í tómið
veggir samviskunnar dökkir speglar
endurvarp ljósins týnist í þöglum ópum gærdagsins
ég tek fyrir eyrun
og bíð
á morgun máski
á morgun kemur sólin
kannski…
mun ég loksins líta með brostnum draumum
á litagleði sálar minnar
diaphanous