Hér eru nokkur ljóð sem ég skrifaði þegar ég var leið,glöð og einmana. Tek það fram að ég var frekar ung þegar ég skrifaði þau og var bara að skrifa það sem mér leið.


Spurningar.

Hvers vegna líf?
Hvers vegna stríð?
Hvers vegna hungur?
Hvers vegna sorg?

Afhverju hatur?
Afhverju morð?
Afhverju ofbeldi?
Afhverju sársauki?

Hvar er friðurinn?
Hvar er ástin?
Hvar er hamingjan?
Hvar er vináttan?

Allar þessar spurningar.
En ekkert svar.


Sonur.

Að sjá bros þitt bráðna ég.
Að heyra þig hlægja fyllist líf mitt af gleði.
Spurningar þínar um lífið, fær mig til að hugsa um lífið.
Faðmlag þitt hlýjar mínar hjarta rætur.
Kossar þínir láta mig vita að ég er elskuð.
Leikir þínir og söngvar fær lífið til að blómstra.
Þú ert minn klettur.
þú ert mín sól.
Þú ert mitt líf.
Að eiga þig er yndislegt.


Hugur minn.

Víðsfjarri er minn hugur.
Í leit að þér hvar sem þú ert.
Marga þá er ég búin að finna en enginn af þeim þú ert.
Ég sakna þinna kossa.
Ég sakna þinna faðmlaga.
Þó ég hafi aldrei fundið fyrir því hjá þér.
En ég leita samt af þér í huga mínum og allstaðar.
Í þeirri von um að finna þig einhver staðar.
Svo ég geti loks orðið örugg,fengið minn frið og mína ást.