Mjer þótti þessi litla samkunta hjer bara svo skemmtileg að ég fannst jeg verða leggja í púkkið. Þætti vænt um að heyra álit ykkar.
Agnar og Dýrið
Í blóðugum hnefa er brotið spjótið
Agnar er barinn og brotinn
Rifinn og særður af bræðri skepnu
sem bugast hvorki né grætur.
En þó hann sé barinn í grjótið
líkaminn skorinn og þrotinn.
Í eylífri þrjósku og andlegri kreppu
stendur hann alltaf á fætur.
Ef hann nær höggi á dýrið
og verður ei bitinn til baka
hefur það lítið sem ekkert að segja
skepnan er minna en hann sjálfur þjáður.
Allan daginn hann glímir við dýrið
með hnefum og grjóti og hnífum og haka.
Ósómans skrímslið hann reynir að beygja
Af enn meiri hörku en daginn áður.
Af mikilli bræði blæs skepnan og hrín
líkt og allur heimsins kraftur.
Agnar aldrei yfir dýrinu drottnar
og hefur aldrei bragðað á sigursins keim.
En á morgun býr hann um sár sín
og reynir við skepnuna aftur
Því það sem ey bognar það brotnar
og þá loks fer hann fullnægður heim.