Þetta ljóð er tileinkað manneskju sem ég bý óþolandi nálægð við og er það von mín að ég sé henni til meiri ama en hún mér. Ljóðið er samið út frá hennar sjónarhorni og sungið við lagið um Litlu-Gunnu og Litla-Jón.
Fjölskyldulíf #1.
Í litlu plássi við langann stíg
býr lítið fólk lítið fólk.
Sem drauma þambar en dylur ríg
eins og drápsmenn afsaga hólk.
Þau brosa alltaf að baki þér,
því að búsæld mikil og gott er hér,
bara þegar Fjandafæla fer
Í einu Horni er ekki´að sjá
að endist skipulag gott.
Þar brosir draslið og bæir frá
bregður fjendum, hrekjast á brott.
Ég titra´af reiði ef táilm finn,
er ég teygi óboðið nefið inn,
til að nöldra´og skamma unglinginn.