Tuttugu og sjö
og
tuttugu og níu
sátu við borðið
og einbeittu sér að hvor annarri.

Tuttugu og níu
leit stundum undan.
Tuttugu og sjö
leit stundum á mig.

Fann lífsmark
en skeytti ekki um það.

Áður en ég vissi af sat ég þarna við borðið.
Ég var drukkinn.

Þær voru drukknar.
Þær voru saman;
þetta kvöld og öll önnur.


Við hlógum, reyktum og drukkum.

Þær gerðu mér tilboð.
Þetta var gott tilboð.